Fólki fækkar á Norðurland vestra
Þróunarsvið Byggðastofnunar hefur tekið saman greinargerð um helstu breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga og landssvæða frá 1. desember 2009 en einnig fyrir tímabilið 1. desember 2001- 1. desember 2010. Þessi áratugur hefur verið mikill umrótatími með miklum sveiflum í atvinnulífi og búsetuþróun.
Íbúum á Norðurland vestra fækkaði lítillega milli áranna 2009 – 2010 og voru alls 7.380 þann 1. desember 2010. Á Blönduósi fjölgaði um 21 íbúa (2,4%) og á Skagaströnd um 12 íbúa (2,3%) sem leiðir til að íbúum í Húnavatnssýslum fjölgaði lítillega á milli áranna 2009 og 2010. Annars staðar á svæðinu fækkaði íbúum, mest í Sveitarfélaginu Skagafirði um 37 íbúa (-0,9%) og í Húnavatnshreppi um 14 íbúa (-3,2%).
Heildarfækkun á svæðinu voru 24 (-0,3%) en eins og á Vestfjörðum hefur Norðurland vestra átt við íbúafækkun að stríða undanfarin 10 ár. Á tímabilinu hefur íbúum fækkað á hverju ári ef frá eru skilin árin 2008 og 2009. Samtals nam fækkunin þá 5,4%. Mest var fækkunin í Húnavatnshreppi (-18,2%), á Skagaströnd (-14,5%) og í Akrahreppi (-10,9%). Skagabyggð er eina sveitarfélagið þar sem íbúum fjölgaði á tímabilinu, um tvo íbúa.
Sjá nánar HÉR