Foreldrar geta skoðað leiðsagnarmat á netinu
feykir.is
Skagafjörður
10.11.2008
kl. 07.56
Foreldrar barna í Árskóla á Sauðárkróki geta í dag skoðað leiðsagnamat kennara en áður höfðu foreldrar í samvinnu við börn sín sett inn sitt mat á árangri barna sinna.
Er þetta í fyrsta sinn sem svokallað leiðsagnamat er notað til mats á árangri nemenda í skólanum. Foreldradagur er í Árskóla á morgun þriðjudag.