Forvarna- og foreldrafundur
Forvarna- og fræðslufundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hvammstanga í kvöld mánudaginn kl. 20:00
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
20:00 Kristín Eggertsdóttir, flytur stutt erindi frá stýrihóp um forvarnir í Húnaþingi vestra
20:10 Höskuldur B. Erlingsson lögreglunni á Blönduósi ræðir um fíkniefni og hvernig foreldrar geti áttað sig á hættumerkum um neyslu og leiðir til forvarna.
21:00 Fundir með umsjónarkennurum í stofum eftir bekkjum. Rædd verða málefni sem varða bekkinn í heild, um forvarnir, bekkjarkvöld, útivistartíma, eineltisáætlun o.fl.
21:30 Fundaslit.
Ef foreldrar þurfa að ræða málefni sinna barna sérstaklega er þeim vinsamlegast bent á að fá tíma hjá umsjónarkennara síðar.