Frá okkar fyrstu kynnum
Fjöldi manns mætti á fyrsta fund Leikfélags Sauðárkróks vegna Sæluvikuleikrits sem verið er að fara af stað með. Verkið heitir Okkar fyrstu kynni og er „stolið, stælt og frumsamið“ eins og höfundurinn Jón Ormar Ormsson komst að orði.
120 ár eru liðin frá því leikfélag var fyrst stofnað á Sauðárkróki og hefur leiklistin tengst sýslunefndarviku sem síðar nefndist Sæluvika. Frumsýning er á fyrsta degi Sæluviku sem verður þann 26. apríl.
