Frábær frammistaða Stígandastúlkna
Stígandastúlkurnar Þórdís Inga Pálsdóttir á Flugumýri og Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Skörðugili náðum glæsilegum árangri á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem fór fram í Danmörku um síðustu helgi. Þórdís sigraði í slaktaumatölti í ungmennaflokki á hestinum Meyvant frá Feti með einkunnina 7,8 og Ásdís varð önnur í gæðingaskeiði.
Sauðkrækingurinn Jóhann Rúnar Skúlason, sem búsettur er í Danmörku, varði Norðurlandameistaratitill sinn í tölti á Snugg frá Grundet Hus. Á náði Elvar Einarsson á Skörðugili 5. sæti á A-flokk á Val frá Keldudal með einkunnina 8,48.
Árangur íslenska liðsins má sjá á vef Landssambands hestamanna en heildarúrslitin er að finna á vef mótsins, www.nm2014.dk.
Rætt verður við Þórdísi Ingu Pálsdóttur í næsta tölublaði Feykis sem út kemur á fimmtudaginn.