Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

ÁFRAM ÍSLAND. MYND:KKÍ
ÁFRAM ÍSLAND. MYND:KKÍ

 Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi.Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landliðinu ,þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.

Liðin sem munu leika á þessu móti ásamt Íslandi eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Eistland. Mótið hefur verið haldið í fjölmörg ár. Marín hefur leik klukkan 10:30 á Íslenskum tíma en Örvar klukkan 12:45 og eru báðir leikirnir á móti Noregi.

Dagskráin kemur hér fyrir neðan.

 
Allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Youtube rás Finnska körfuboltasambandsins sem er einnig með lifandi tölfræði frá öllum leikjum. 
 

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir