Frambjóðendur gefa tilefni til vísnagerðar
Fréttir af frambjóðendum upp á síðkastið hafa orðið mönnum að yrkisefni. Þeir Pjétur Guðmundsson og Rúnar Kristinsson sendu Feyki eftirfarandi vísur.
Svo orti Rúnar
Ég las um daginn viðtalið við Ásbjörn Óttarsson og
fannst sums staðar hraustlega talað.
Orti því :
Kannski að þingið vaxi að von,
víki deyfð og þoka,
þegar Ásbjörn Óttarsson
undan fer að moka !
****
Svo slæddist eftirfarandi vísa í hugann. Ekki veit ég
af hverju :
Koðnar margt í kreppuvindi,
kosta færi sýnast lokuð.
Verst er þó ef vatnsréttindi
verða brátt úr landi mokuð !
Pjétur orti um Gunnar Braga