Framkvæmdir við Blöndubrú
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.07.2019
kl. 16.12

Önnur akreinin er lokuð og verður það þannig fram á haustið. Mynd af Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Lögrelgan á Norðurlandi vestra vekur athygli vegfarenda á því að á nú standa yfir framkvæmdir á þjóðvegi 1 við Blöndubrú á Blönduósi þar sem unnið er að lagfæringum á brúnni. Önnur akreinin er lokuð og verður það þannig fram á haustið, að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meðan á lagfæringum stendur er umferð stýrt með umferðarljósum og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og þolinmæði og virða þær reglur sem um framkvæmdasvæðið gilda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.