Framkvæmdir við Félagsheimilið Bifröst
feykir.is
Skagafjörður
08.03.2016
kl. 14.59
Framkvæmdir standa nú yfir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki en blaðamaður Feykis tók þessa mynd í dag, er hann átti leið hjá í góða veðrinu, af vöskum iðnaðarmönnum að verki. Samkvæmt upplýsingum frá Sveitarfélaginu Skagafirði er verið er að endurnýja þakjárn og þakrennur, skipta út hluta borðaklæðningar ásamt því að bæta einangrun á þakinu.
Verktakinn er K-Tak ehf.
