Fríar tíðavörur í skólum Skagafjarðar í haust

Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti tillögu Álfhildar Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra, að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með næsta hausti.

Í greinagerð tillögunnar segir að kynþroskaskeiðið geti verið viðkvæmur og flókinn tími fyrir börn og ungmenni á margan hátt og fólk sem hefur blæðingar hafi almennt ekki val um hvenær þær hefjist.

„Fyrstu árin eru blæðingar oft óreglulegar og mismiklar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum og hafa ekki tíðavörur meðferðis. Því myndu aðgengilegar tíðavörur á salernum skóla og félagsmiðstöðva koma til með að minnka stress og auka þægindi,“ segir í greinargerðinni.

Í fundargerð kemur einnig fram að mat verði lagt á þann kostnað sem fellur á sveitarfélagið vegna verkefnisins og afstaða Akrahrepps til málsins könnuð til að tryggja rétt barna og ungmenna í Skagafirði til aðgangs að fríum tíðavörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, óháð sveitarfélagamörkum í firðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir