Friðarganga Árskóla í fyrramálið
feykir.is
Skagafjörður
27.11.2008
kl. 14.20
Hin árlega Friðarganga Árskóla á Sauðárkróki verður gengin í fyrramálið kl.8. Þá mynda nemendur og kennarar Árskóla hina ágætustu halarófu sem nær frá Sauðárkrókskirkju, upp Kirkjustíginn og að krossinum á Nöfum.
Friðarljósið verður síðan látið ganga upp alla röðina og þegar það berst að krossinum verða ljósin á krossinum tendruð.
Króksarar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta í gamla bæinn og njóta stundarinnar.