Friðarganga í norðan nepju

Hin árlega friðarganga grunnskólanema Árskóla á Sauðárkróki fór fram í morgun. Þá mynda nemendur mannlega keðju frá kirkjunni, upp kirkjustíginn og að stóra ljósakrossinum upp á Nöfum og afhenda friðarljós frá fyrsta nemenda að þeim síðasta með friðarkveðju.


Neðst í keðjunni eru yngstu nemendurnir og svo koll af kolli og þeir elstu standa efst sem að endingu láta ljósið á táknrænan hátt tendra ljósið á krossinum.
Veðrið var frekar kalt en krakkarnir eru hraustir og skynsamir og klæddu sig eftir veðri og kvörtuðu ekki, heldur skemmtu sér vel og gáfu frá sér fagnaðaróp þegar ljósið kviknaði á krossinum.

 

 

Fleiri fréttir