Friðarganga í upphafi aðventu

Í upphafi aðventu fóru krakkarnir í Árskóla í sína árlegu friðargöngu en þá raða þeir sér upp kirkjustíginn eftir aldri. Þeir yngstu eru neðstir og svo koll af kolli og þeir elstu efst. Friðarljósið er látið ganga á milli krakkana og þegar það hefur náð að ljósakrossinum er kveikt á honum. Á eftir var boðið í heitt kakó og piparkökur við Árskóla við Freyjugötu.

Fleiri fréttir