Frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsækir Skagafjörð

Í dag mun biskup Íslands, frú Agnesar M. Sigurðardóttir heimsækja Sauðárkrókssöfnuð og prédika í messu kl. 13. Fermingarstúlkur lesa ritningarlestra og kirkjukórinn leiðir sálmsöng. Í kvöld verður hún í Löngumýrarkapellu klukkan 20. Er þetta liður í heimsókn biskups í Sauðárkróks- og Glaumbæjarprestakall.
Á morgun, mánudaginn 1. apríl verður frú Agnes viðstödd helgistund í Reynistaðarkirkju kl. 14, Glaumbæjarkirkju kl. 15:30, Víðimýrarkirkju kl. 17:30 og Rípurkirkju kl. 20:30.
Heimsóknum lýkur biskup svo á þriðjudaginn í Hvammskirkju klukkan 12:30 og Ketukirkju klukkan 14.
Messur og helgistundir eru öllum opnar.