Fuglaskoðun á sunnudaginn

Óvíst er hvort hegrinn láti sjá sig en hann hefur sést á Áshildarvatni

Náttúrustofa Norðurlands vestra stendur fyrir fuglaskoðun við Áshildarholtsvatn sunnudaginn 7. júní milli kl 11 og 12. Hist verður við fuglaskoðunarskilti sem staðsett er við norðvesturhorn vatnsins.

Við Áshildarholtsvatn er að finna einstakt fuglalíf sem vert er að skoða. Vatnið og bakkar þess eru friðaðir en það voru ábúendur við vatnið sem sameinuðust um friðunina sem hefur skilað sér í fjölbreyttu fuglalífi.
Vonumst til að sjá sem flesta, segir í tilkynningu frá Náttúrustofu

Fleiri fréttir