Fullveldishátíð í Fljótum á morgun

Fullveldishátíð Kvenfélagsins Framtíðar í Fljótum sem frestað var vegna veðurs á laugardaginn, verður haldin á morgun, miðvikudaginn 5. desember. Hátíðin verður haldin í Sólgarðaskóla og hefst hún klukkan 20:00.

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is er þema dagskrárinnar árið 1918 og verða lesnar upp ýmsar frásagnir sem tengjast því viðburðaríka ári og Fljótunum. Einnig verða flutt tónlistaratriði og stuttur leikþáttur og að sjálfsögðu býður kvenfélagið upp á kaffiveitingar. 

Markmiðið er að bjóða upp á notalega samverustund í svartasta skammdeginu, um leið og þessara merku tímamóta er minnst.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir