Fyrsti fundur Leikfélags Sauðárkróks vegna Sæluvikuverkefnis

Leikfélagið er með þriðja bil frá vinstri og þar verður fyrsti fundur vegna Sæluvikuverkefnis félagsins. Mynd: PF.
Leikfélagið er með þriðja bil frá vinstri og þar verður fyrsti fundur vegna Sæluvikuverkefnis félagsins. Mynd: PF.

Leikfélag Sauðárkróks ræðst í frumsamið verk Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar í Sæluviku sem ber heitið Fylgd. Í leikritinu er fjöldi nýrra laga og texta eftir skagfirska höfunda svo það má segja að sæluvikustykkið í ár verði heimafengið. Boðað hefur verið til fyrsta fundar í kvöld og allir áhugasamir hvattir til að mæta í nýja húsnæði félagsins að Borgarflöt 19.

Til að sýning geti orðið að veruleika segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður, vanti fólk í ýmis störf, bæði á sviði og utan þess. Ýmis verkefni séu í boði, stór og smá, t.d. þarf að sauma, finna búninga, leikmuni, vinna við leikmynd, tæknivinna við ljós og hljóð, miðasala og margt fleira.

Hún segir einnig mikilvægt að þeir sem vilji vera með mæti á fundinn í kvöld eða tilkynni þátttöku fyrir fundinn svo hægt sé að fá heildarmynd á fjölda strax í byrjun en síminn hjá henni er 862 5771.

Fundurinn hefst klukkan 20 og til glöggvunar er húsnæðið í nýju skemmunni í iðnaðarhverfinu, í bilinu næst bílaverkstæðinu Áka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir