Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra
Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Húnþingi vestra var haldinn mánudaginn 16. júní sl. Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu og skipað í nefndir.
Úrslit kosninganna voru eftirfarandi:
B listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna 250 atkvæði, N listinn – Nýtt afl í Húnaþingi vestra 362 atkvæði. Fjöldi kjósenda á kjörskrá voru 882 og greiddu 673 atkvæði.
Kjörnir aðal- og varamenn í sveitarstjórn Húnaþings vestra 2014-2018:
Aðalmenn:
1. Unnur Valborg Hilmarsdóttir N-lista
2. Elín R. Líndal B-lista
3. Stefán Einar Böðvarsson N- lista
4. Ingimar Sigurðsson B- lista
5. Elín Jóna Rósinberg N- lista
6. Sigurbjörg Jóhannesdóttir N-lista
7. Valdimar Gunnlaugsson B- lista
Varamenn:
1. Magnús V. Eðvaldsson N-lista
2. Sigríður Elva Ársælsdóttir B-lista
3. Gunnar Þorgeirsson N-lista
4. Gerður Rósa Sigurðardóttir B-lista
5. Leó Örn Þorleifsson N-lista 182
6. Guðrún Eik Skúladóttir N-lista
7. Sigtryggur Sigurvaldason B-lista
Kosinn oddviti með 4 atkvæðum Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
Kosinn varaoddviti Elín Jóna Rósinberg með 4 atkvæðum.
Kosningar í önnur ráð og nefndir má sjá hér.