Fyrsti sameiginlegi framboðsfundurinn í Skagafirði í kvöld

Sameiginlegir framboðsfundir í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí verða alls þrír og hefst sá fyrsti í kvöld á Sauðárkróki. Fulltrúar flokkanna verða með framsögur og síðan verða leyfðar fyrirspurnir úr sal.

Sameiginlegir framboðsfundir í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi verða:

Fimmtudaginn 17. maí kl 20:00 á Mælifelli á Sauðárkróki.

Mánudaginn 21. maí kl 17:00 í Höfðaborg á Hofsósi.

Mánudaginn 21. maí kl 20:30 í Miðgarði (efri hæð) í Varmahlíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir