Fyrstu dagar Góu lofa góðu sumri
Gömlu þjóðtrú segir að slæmir fyrstu dagar Góu boði gott sumar. Feykir.is leit á veðurspánna og komst að því að þetta væri góð þjóðtrú að trúa á. Spáin gerir ráð fyrir að hann gangi í norðaustan 13-20 m/s með snjókomu, hvassast úti við sjóinn. Lægi inn til landsins í kvöld og dragi úr ofankomu. Frost 1 til 6 stig.
Á morgun gerir ráð fyrir vaxandi austanátt og élum, 13-18 m/s með snjókomu um kvöldið, en slyddu eða rigningu sunnanlands. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Á miðvikudag og næstu 18 átján daga á eftir samkvæmt þjóðtrúnni gerir ráð fyrir norðaustan 15-20 m/s með snjókomu eða éljagangi, en léttir til suðvestanlands. Dregur úr vindi og ofankomu um kvöldið. Frost 0 til 6 stig, minnst syðst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.