Gæs.....gæs...villibráð

Laugardaginn 6. nóvember nk.verður haldin gæsaveisla á Sveitasetrinu Gauksmýri í Húnaþingi vestra þar sem matreiðslumenn eru veiðimennirnir Kjartan Sveinsson og Jón Óskar Pétursson sem betur eru þekktir fyrir önnur störf.

  • Þeir Kjartan og Jón Óskar kunna þó ýmislegt fyrir sér á þessu sviði og ætla að bjóða upp á girnilegan matseðil.
  • Forréttur: Grafin gæs, reykt gæs og gæsalifrarpaté
  • Aðalréttur: Steiktar gæsabringur með tilheyrandi meðlæti
  • Eftirréttur:  Heimatilbúinn ís með ferskum ávöxtum.

Hvað er notalegra en að setjast niður í skammdeginu í notalegu umhverfi í góðra vinahópi og njóta villibráðar, en nokkur sæti eru ennþá laus og er um að gera að panta hið fyrsta í síma 451-2927 eða 869-7992 eða gauksmyri@gauksmyri.is

Fleiri fréttir