Gæti orðið bið eftir Sjónhorni og Feyki

Meirihluti starfsmanna Nýprents sést hér raða saman síðum Sjónhorns nú í morgunsárið. MYND: ÓAB
Meirihluti starfsmanna Nýprents sést hér raða saman síðum Sjónhorns nú í morgunsárið. MYND: ÓAB

Vegna bilunar í heftimaskínu í röðunarvél á Nýprenti má reikna með að dreifing á Sjónhorni og Feyki tefjist eitthvað og er beðist velvirðingar á því. Starfsfólk hefur af þessu tilefni þurft að dusta rykið af gömlu góðu verkfærunum og er blöðum dagsins handraðað.

Þrátt fyrir nokkuð ryð gengur verkið ágætlega þó röðunarvélin sé reyndar afkastameiri. Vonandi kemst vélin í lag sem fyrst svo hefðbundin starfsemi komist í samt lag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir