Gáfu endurhæfingartæki

Hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar í Skagafirði var haldin í Húsi frítímans í síðustu viku í tengslum við Alþjóðadag fatlaðra. Að sögn Ólafs Rafns Ólafssonar, varaformanns félagsins, var kvöldið ánægjulegt og þeir fjölmörgu sem mættu hafi skemmtu sér vel.
Ýmislegt var á dagskránni s.s. aðventuþankar séra Gylfa Jónssonar og erindi Sigrúnar Fossberg um bæinn undir Nöfum að ógleymdum skemmtiatriði Gunnars Rögnvaldssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur. Hápunktur kvöldsins var þegar Endurhæfingardeild HSN á Sauðárkróki var afhent styrktaræfingatæki, það þriðja í sömu línu, sem Sjálfsbjörg í Skagafirði færir að gjöf. Að sögn Fanneyjar Karlsdóttur, yfirsjúkraþjálfara, mun tækið nýtast mörgum og kemur sér afar vel. Mun það leysa af hólmi annað aldarfjórðungs gamalt tæki sem var úr sér gengið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.