Gamlárshlaup 2010 í V-Hún
Þreytt verður hið árlega Gamlárshlaup í V-Hún. þar sem lagt verður af stað frá Sundlauginni á Hvammstanga kl.14:00 og endað að Löngufit á Laugarbakka.
Hver og einn velur sér hvernig kílómetrarnir 10 sem eru að Löngufit eru lagðir að baki, hlaupnir, skokkaðir eða gengnir. Skemmtileg hefð hefur myndast með hlaupinu og er það von aðstandenda hlaupsins að sjá sem flesta og kveðja árið í góðum félagsskap.
Hver og einn verður að sjá um að koma sér til baka en heitu pottarnir á Laugarbakka verða opnir fyrir þá sem vilja skella sér í pottinn að hlaupi loknu.