Gamlárshlaup frestast um sólarhring
Ákveðið hefur verið að fresta hinu árlega gamlárshlaupi sem vera átti í dag á Sauðárkróki um sólarhring. Verður því ræst í hlaupið kl. 13 á fyrsta degi nýs árs.
Lagt verður af stað frá Íþróttahúsi kl. 13 en skráning hefst klukkutíma fyrr. Ekkert þátttökugjald en glæsileg útdráttarverðlaun að hlaupi loknu.