Gangbrautarvörðurinn á Hvammstanga fær alvöru stöðvunarmerki

Vonir standa til þess stoppmerkið muni auka öryggi nemenda á leið til og frá matsal. Mynd: Grunnskóli Húnaþings vestra.
Vonir standa til þess stoppmerkið muni auka öryggi nemenda á leið til og frá matsal. Mynd: Grunnskóli Húnaþings vestra.

Starfsmenn Tengils komu færandi hendi í Grunnskóla Húnaþings vestra í síðustu viku og gáfu skólanum stöðvunarmerki fyrir gangbrautarvörðinn. Höfðu þeir tekið eftir því að einhverjir ökumenn virtu gangbrautarvörð að vettugi þegar nemendur nálguðust gangbrautina.

Á vef skólans kemur fram að merkið sé einnig með ljósi sem hægt er að nota þegar skammdegið ríkir. Fullyrt er í færslunni að þessi höfðinglega gjöf muni auka öryggi nemenda á leið til og frá matsal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir