Gasmælir kominn á Blönduós
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
04.11.2014
kl. 09.21
Umhverfisstofnun hefur sent gasmæli til lögregluembættisins á Blönduósi sem verður notaður til að mæla mengun á svæðinu. Samkvæmt Húna.is verður hann væntanlega ekki settur á einn og sama staðinn heldur verður hann færanlegur.
Nokkur mengun hefur verið á svæðinu og hafa samskonar mælar þegar verið sendir á Sauðárkrók og Hvammstanga.