Gefur kúnum mjaltafrí á kvennafrídaginn

Ólafur Engilbertsson, kúabóndi í A-Húnavatnssýslu, hefur ákveðið í tilefni af kvennafrídeginum að gefa kúnum sínum frí frá kl. 14.25 í dag. Ólafur mjólkaði kýrnar í morgun eins og venjulega en ætlar ekki að mjólka þær í kvöld vegna kvennafrídagsins.

-Mér finnst alveg sjálfsagt að sýna baráttumálum kvenna stuðning með þessum aðgerðum en þar sem engin er konan á mínu heimili eru kýrnar einu kvenkynsverurnar sem ég er með og sjálfsagt að gefa þeim frí frá mjöltum í kvöld. Ég ætla að leyfa þeim aðeins að kíkja út fyrir fjósið og þegar þær koma inn aftur, fá þær alveg extra góðan fóðurbætir í tilefni dagsins, sagði Ólafur við Dreifarann.

En er ekki vont fyrir kýrnar að sleppa mjöltum? -Þær gætu fundið fyrir smá óþægindum í kvöld, en verða fínar í fyrramálið og mjólka þá bara helmingi betur, sagði Ólafur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir