Gestakomur aukast í sundlaugar í Skagafirði

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa verið birtar aðsóknartölur í sundlaugar sveitarfélagsins. Þar kemur fram að sundlaugin á Hofsósi fékk flestar heimsóknir á liðnu ári eða alls um 39.985 manns. Er það örlítil aukning frá árinu áður en þá komu 39.409 í sund á Hofsósi. Litlu færri gestir heimsóttu sundlaugina á Sauðárkróki eða 37.975 manns á seinasta ári sem var fækkun frá árinu 2016 en þá mættu 38.708 manns í sundlaugina.
Athyglisvert er að sjá hve gestafjöldinn eykst milli áranna 2015 og 2016 í þessum tveimur sundlaugum en í Sundlaug Sauðárkróks komu 26.408 árið 2015 og 29.810 í Hofsós.
Í sundlaugina í Varmahlíð mættu 18.113 sem er fækkun frá árinu áður en þá skelltu 18.921 sér í sund og á Sólgörðum í Fljótum þrefaldaðist gestafjöldinn í fyrra samanborið við 2015, 1.950 á móti 622.
Heildargestakomur í sundlaugar reknar af sveitarfélaginu voru 98.023 árið 2016, 97.660 árið 2015 og 72.820 árið þar á undan.
Sauðárkrókur |
Hofsós |
Varmahlíð |
Sólgarðar |
|
Heildaraðsókn |
|
|
||||||
2011 |
13.996 |
19.875 |
10.007 |
|
|
43.878 |
2012 |
15.555 |
19.192 |
7.586 |
|
|
42.333 |
2013 |
25.309 |
26.388 |
12.065 |
|
|
63.762 |
2014 |
28.577 |
31.917 |
14.997 |
|
|
75.491 |
2015 |
26.408 |
29.810 |
15.071 |
1.531 |
|
72.820 |
2016 |
38.708 |
39.409 |
18.921 |
622 |
|
97.660 |
2017 |
37.975 |
39.985 |
18.113 |
1.950 |
|
98.023
|
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.