Gísli áréttar fyrri bókanir VG
Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti á fundi sínum í gær með níu atkvæðum ákvörðun Byggðaráðs um að taka lán hjá lánasjóði íslenskra sveitarfélaga fyrir byggingu leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki. Gísli Árnason lagði fram bókun þar sem hann sagði að VG hefði ítrekað kallað eftir umsögn sérfróðs aðila, vegna byggingar leikskóla við Árkíl á fjárhagsafkomu sveitarfélagsins svo sem skylt er að gera skv. 65. grein sveitarstjórnarlaga.
Sagði Gísli í bókunn sinni að ætla mætti skv. fyrrnefndri lagagrein að slík umsögn þyrfti að liggja fyrir áður en sveitarfélög ráðast í framkvæmdir sem nema hærri fjárhæð en fjórðungi skatttekna þeirra. -Hér er verið að fjalla um 500 milljón króna lánafyrirgreiðslu frá Lánasjóði sveitarfélaga án þess að fyrir liggi hvort sveitarfélagið hafi yfirleitt bolmagn til þess að takast slíkar skuldbindingar á hendur, sagði Gísli Árnason í bókunn sinni.