Gísli Eyland markahæsti markvörður seinni tíma á Íslandi

 Gísli Eyland Sveinsson markvörður Tindastóls til fjölda ára er markahæsti markvörður í sögu Íslenskrar knattspyrnu í seinni tímum að sögn Víðis Sigurðssonar, sem skrifar grein um málið í Morgunblaðinu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Tindastóls. Þar segir ; -Taldir eru til markverðir í Íslenskri  knattspyrnu sem hafa látið til sín taka á öfugum helmingi vallarins. Fyrstur er nefndur Albert Sævarsson markvörður ÍBV sem skoraði seinna mark Eyjamanna í 20. umferð Pepsi-deildar karla 2010. 

Auk Alberts hefur Þorsteinn Ólafsson og Jón Þorbjörnsson skorað en þeir skoruðu sín mörk á 8.áratugnum.   Nokkrir hafa hinsvegar skorað mörk í neðri deildunum. Núverandi markvörður Íslandsmeistara FH, Gunnleifur Gunnleifsson skoraði fyrir HK árið 2002 og KVA árið 1996. Srdjan Rajkovic skoraði nokkur mörk fyrir Fjarðabyggð eins gerði Logi Einarsson nokkur mörk fyrir Magna á Grenivík. 

En enginn af þeim kemst með tærnar þar sem Gísli nokkur Eyland hefur hælana, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 11 mörk fyrir Tindastól í næstum 200 leikjum fyrir liðið sem er ótrúlegur árangur.   Gísli hefur þótt afar frambærilegur spyrnumaður og sannaði það svo um munar í gegnum árin. 

Við þurfum að fara út fyrir landssteinana til þess að finna sparkvissari markverði en fyrstan ber að nefna Jose Luis Chilavert f.v. landsliðsmarkvörð Paragvæ og markvörð Vélez Sársfield en hann skoraði 63 mörk fyrir land- og félagslið. 

Næstur í röðinni er Brasilíumaðurinn Roger Ceni en hann skorðia 90 mörk á 18 ára ferli með Sao Paulo. Hans-Jörg Butt markvörður Bayern Munchen hefur skorað 26 mörk í efstu deild í Þýskalandi. 

Réne Higuita markvörðurinn skrautlegi frá Kólumbíu skoraði 38 mörk á sínum ferli. 

Jorge Campos frá Mexíkó skoraði einnig 38 mörk á sínum ferli en hann spilaði einnig sem framherji hluta af sínum ferli, en þess ber að geta að Gísli Eyland hefur eins og Campos brugðið sér í framlínu hjá sínu liði og gert usla við mark andstæðingana. 

Við Tindastólsmenn erum afar stoltir af því að hafa haft Gísla í markinu og á punktinum í gegnum tíðina og óskum honum til hamingju með þetta afrek sitt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir