Breytingar á embættum í sveitarstjón og byggðarráði Skagafjarðar

Sveitarstjórn Skagafjarðar hélt sinn 400. sveitarstjórnarfund þann 24. júní síðastliðinn. Breytingar urðu á embættum í sveitarstjórn og byggðarráði þar sem kosið er um fulltrúa til eins árs í senn frá og með 1. júlí hvers árs.

Breytingarnar eru sem hér segir:

Nýr forseti sveitarstjórnar, Stefán Vagn Stefánsson, tekur við embætti af Regínu Valdimarsdóttur sem verður nýr fyrsti varaforseti sveitarstjórnar í stað Laufeyjar Kristínar Skúladóttur. Jóhanna Ey Harðardóttir situr áfram sem annar varaforseti frá því í fyrra. Skrifarar sveitarstjórnar haldast óbreyttir frá því 2019 en þar eru aðalmenn Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson. Varamenn eru Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.

Aðalmenn byggðaráðs eru Gísli Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson. Gísli er nýr formaður og Stefán Vagn varaformaður. Skiptast þeir á stólum þar sem Stefán Vagn var formaður árið 2019 og Gísli varaformaður. Ólafur tekur hins vegar við sæti Bjarna Jónssonar. Nýr varamaður ráðsins er Jóhanna Ey Harðardóttir sem tekur við sæti af Álfhildi Leifsdóttur en þær Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Regína Valdimarsdóttir sitja áfram. Nýir áheyrnarfulltrúar eru Bjarni Jónsson aðalmaður og Álfhildur Leifsdóttir varamaður. Taka þau við af Ólafi Bjarna Haraldssyni og Sveini Þ. Finnster Úlfarssyni.

Forseta sveitarstjórnar: Stefán Vagn Stefánsson
Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar: Regína Valdimarsdóttir
Annar varaforseti sveitarstjórnar: Jóhanna Ey Harðardóttir
Skrifarar sveitarstjórnar:
   aðalmenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson
   varamenn: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir

Formaður byggðaráðs: Gísli Sigurðsson
Varaformaður byggðaráðs: Stefán Vagn Stefánsson
Aðalmaður: Ólafur Bjarni Haraldsson
Varamenn byggðaráðs: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir