Góð mæting á fótboltamóti NFNV - FeykirTV

Árlegt fótboltamót Nemendafélags Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var haldið í Íþróttarhúsinu á Sauðárkróki sl. þriðjudag. Góð mæting var á mótið og mikið um að vera, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði FeykisTV.

Lið þeirra Róberts Guðmundssonar, Hlyns Freys Einarssonar, Kristófers Más Tryggvasonar, Sigurvins Arnars Magnússonar, Pálma Þórssonar, Daða Hlífarssonar og Ingva Hrafns Ingvarssonar bar sigur úr býtum og hlutu að vinning pizzaveislu á Ólafshúsi.

 

http://youtu.be/RGxYcwJnSEU

Fleiri fréttir