„Góð stund og skemmtileg,“ á styrktartónleikum í Blönduósskirkju

Það var margt um manninn í Blönduóskirkju sl. sunnudag en þá var blásið til heilmikillar tónlistarveislu til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Mynd: Skarphéðinn Einarsson.
Það var margt um manninn í Blönduóskirkju sl. sunnudag en þá var blásið til heilmikillar tónlistarveislu til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Mynd: Skarphéðinn Einarsson.

Kirkjukórinn á heimavelli. Húsfyllir var í Blönduóskirkju síðastliðinn sunnudag þegar blásið var til tónlistarveislu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá vígslu kirkjuorgelsins. Fjölmargir listamenn stigu á stokk og sungu og eða léku á hljóðfæri með orgelinu.

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á þverflautu.Eyþór Franzson, organisti Blönduóskirkju var aðalhvatamaðurinn að tónleikunum og sagði hann við Feyki að hann hefði hugsað sér að fá þá með sér sem standi orgelinu næst, þ.e.a.s. kirkjukórinn, Nína Hallgrímsdóttir syngur af hjartans lyst.Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, sem oft hefur sungið við útfarir og þá með orgelinu og æfir þar að auki í kirkjunni, Skarphéðin Einarsson, en hann spilaði einmitt í vígsluathöfninni með orgelinu, Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, organista á Skagaströnd og Nínu Hallgrímsdóttur.

Auk þeirra léku Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, og Eyþór Franzson fjórhent á píanó undir dynjandi söng Karlakórs Bólstaðarhrepps á laginu Brennið þið vitar.

Að sögn Skarphéðins Einarssonar var gerður góður rómur að tónleikunum og gestir, sem fylltu kirkjuskipið,  skemmtu sér hið besta. „Góð stund og skemmtileg.“ Meðfylgjandi myndir  tók Skarphéðinn Einarsson sem einnig birti myndbandið á Facebooksíðu sinni.

 

Karlakór Bólstaðarhrepps söng Brennið þið vitar við undirleik Helgu Helga Bryndís Magnúsdóttir og Eyþór Franzson Wechner.

Posted by Skarphéðinn Einarsson on Sunnudagur, 17. nóvember 2019

Karlakór Bólstaðarhrepps söng Brennið þið vitar við undirleik Helgu Helga Bryndís Magnúsdóttir og Eyþór Franzson Wechner.

Posted by Skarphéðinn Einarsson on Sunnudagur, 17. nóvember 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir