Góð upplifun blaðamanns Vísis á Drangeyjartónleikum

Blaðamaðurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar skemmtileg grein á Vísi.is, um upplifun sína á Drangey Music Festival sem haldin var fyrr í sumar á Reykjum á Reykjaströnd. Ekki fer á milli mála að hann, ásamt börnum sínum ungum, skemmti sér vel í góðri stemningu í þúsund manna partýi.
Kolbeinn Tumi segir að honum hafi tekist að draga góðan vin með sér norður í land og úr hafi orðið hin besta skemmtun. „Úr varð að við fórum tveir með börn okkar fjögur, sem við eigum reyndar hvor í sínu lagi, norður í land. Sú yngsta gisti hjá ömmu sinni á Króknum en mín sex og sjö ára og hans fimm ára voru á leiðinni á tónleikahátíð, þar sem vegurinn endar. Og viti menn, sólin var komin fram úr skýjunum og byrjað að lægja þótt kalt væri í veðri,“ skrifar hann.
Í niðurlagi greinarinnar segir Kolbeinn Tumi: „Kvöldið var ógleymanlegt, hvort sem er fyrir föður á besta aldri, sex og sjö ára systkini eða alla hina tæplega eitt þúsund sem skemmtu sér á gullfallegum stað í takt við tónlist frábærra listamanna úr ólíkum áttum. Salka Sól komst vel að orði þegar hún sagðist hafa komið í fyrra, gjörsamlega fallið fyrir stað og stund og í framhaldinu óskað eftir því að fá að koma fram. Sem hún gerði, með stæl.“
Greinina í heild má nálgast HÉR