Góðar gjafir til HS

Margir hugsa hlýlega til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og er töluvert um að gjafir berist stofnuninni. Í byrjun þessa mánaðar færði Magnús Guðmundsson, íbúi á deild VI stofnuninni áheit að upphæð 300.000 krónur.´Var þessi höfðinglega gjöf notuð til búnaðarkaupa.

Þá færði Víðimýrarsókn stofnuninni gjöf í lok síðasta mánaðar. Um var að ræða tvö sjónvarpstæki, tvo myndlykla, húsgögn á deildir I og II og rúmfatnað. Á heimasíðu HS færir framkvæmdastjórn innilegar þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir, sem sýna rausnarskap og hlýhug til stofnunarinnar og íbúa HS.

Fleiri fréttir