Góðar gjafir til HSN á Blönduósi

Frá afhendingu gjafabréfsins. Sjúkraþjálfarar ásamt stjórnarmönnum og yfirhjúkrunarfræðingi við æfingartækið. Aðsendar myndir.
Frá afhendingu gjafabréfsins. Sjúkraþjálfarar ásamt stjórnarmönnum og yfirhjúkrunarfræðingi við æfingartækið. Aðsendar myndir.

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi byrjuðu árið með því að afhenda Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Blönduósi formlega nýjan meðferðarbekk og æfingatæki að andvirði kr. 974.396.

Tækin hafa nú þegar verið tekin í notkun og eru staðsett í aðstöðu sjúkraþjálfara en, eins og segir í tilkynningu frá Hollvinasamtökunum, eru Húnvetningar svo lánsamir að hafa fjóra vel menntaða sjúkraþjálfara við stofnunina sem hafa bætt aðstöðuna til muna og á nú aðeins eftir að koma sundlauginni aftur í gagnið.

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi voru stofnuð 19. apríl árið 2005 og verða því 15 ára á árinu. Þau hafa stutt myndarlega við bakið á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi í gegnum tíðina. Eina fasta tekjulind samtakanna eru árgjöldin og því er nauðsynlegt að félögum fjölgi, segir í tilkynningu samtakanna. Í því skyni munu eyðublöð liggja frammi á biðstofu og hjá sjúkraþjálfurum eftir næstu viku þar sem fólk getur skráð sig í samtökin. Einnig er hægt að hringja í síma 452-4324 eða 680-6013.

Stjórnarmennirnir Guðmundur Finnbogason, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, Kári Kárason og Ásdís Arinbjarnardóttir yfirhjúkrunarfræðingur HSB sem tók á móti gjafabréfinu. Vegna veðurs vantaði tvo stjórnarmenn, Jóhann Guðmundsson og Sigríði Stefánsdóttur.    Sjúkraþjálfararnir Angela, Lisa, Christine og Ásdís Adda.    Meðferðarbekkurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir