Góðir gestir í FNV

Ánægðir gestir FNV í fjöruferð. Aðsendar myndir.
Ánægðir gestir FNV í fjöruferð. Aðsendar myndir.

Nemendur og kennarar í tveimur Erasmusverkefnum heimsóttu FNV í síðustu viku alls 24 mann frá Englandi, Eistlandi, Litháen, Portúgal, Tékklandi og Spáni. Á heimasíðu skólans kemur fram að annað verkefnið hafi verið forritunarverkefni, Girls with boys programming Europe, sem Sunna Gylfadóttir stýrði af hálfu FNV en hitt er handverksverkefni, Using ICT to preserve European craftmansship sem Kristján Bjarni Halldórsson stjórnaði fyrir FNV.

Gestirnir gistu á heimavist, á gistihúsum og heimahúsi og var dagskráin þétt. Vinnustofur voru þrívíddarprentun og Fablab í umsjón Karítasar Sigurbjargar Björnsdóttur, Eldsmíði í umsjón Björns Sighvatz, sýndarveruleiki og 360 gráðu kvikmyndir í umsjón Árna Gunnarssonar og Python forritun í umsjón Grétars Karlssonar. Einnig kynnti Halldór Snær Kristjánsson starfsemi leikjafyrirtækisins Myrkur Games.

„Ýmis konar afþreying var í boði, s.s. Lundasýningin, gönguferð um Skógarhlíð og Sauðárkrók, púttkeppni á golfvellinum, sund í Hofsósi, heimsókn til Arndísar í Vatnsleysu, Glaumbæjarsafn, Reykjafoss, Grettislaug o.fl. Hádegismatur var yfirleitt í mötuneytinu en einnig var borðað á ýmsum öðrum veitingastöðum í Skagafirði.

Nemendur FNV tóku vel á móti nemendum hinna landanna m.a. með því skipuleggja partýkvöld og að bjóða þeim að taka þátt í viðburðum sem nemendafélagið NFNV stóð fyrir. Gestirnir voru alsælir með dvölina og nokkrir náðu að skoða eldgosið á Reykjanesi áður þeir héldu af landi brott. 
Framundan á skólaárinu eru þrjár ferðir í hvoru verkefni þar sem nemendur og kennarar FNV fara utan,“ segir á fnv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir