Góður árangur Skagfirðinga á Stórmóti ÍR

15. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík 22.- 23. janúar.  Keppendur voru um 700, þar af 38 frá UMSS.  Skagfirðingarnir stóðu sig allir mjög vel og unnu til 18 verðlauna á mótinu, 3 gull, 8 silfur og 7 brons.

  • Sæþór Hinriksson (11) sigraði í langstökki og hástökki.
  • Rósanna Valdimarsdóttir (15) sigraði í hástökki.
  • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (13) varð í 2. sæti í 200m, 600m, 60m grind. og hástökki og í 3. sæti í 60m og langstökki.
  • Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17) varð í 2. sæti í 60m og 200m hlaupum.
  • Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (15) varð í 2. sæti í 200m og 3. í 400m.
  • Sandra Sif Eiðsdóttir (15) varð í 2. sæti í hástökki.
  • Brynjólfur Birkir Þrastarson (15) varð 3. í 800m.
  • Úrsúla Ósk Lindudóttir (15) varð 3. í hástökki.
  • Halldór Örn Kristjánsson (18+) varð 3. í langstökki.
  • Þorsteinn Jónsson (18+) varð 3. í þrístökki.

  

Allar upplýsingar um mótið og úrslit má sjá HÉR !

/Tindastóll.is

Fleiri fréttir