Góður árangur skagfirskra frjálsíþróttakrakka

Við sögðum frá því fyrr í vikunni að þrjár frjálsíþróttastúlkur úr Skagafirði hefðu gert góða ferð suður á Silfurleika ÍR og unni þar þrefaldan sigur í hástökki. Alls voru keppendurnir 15 frá UMSS og vann hópurinn til 16 verðlauna.

ÍR-ingar héldu árlegt mót sitt til minningar um Olympíuverðlaun Vilhjálms Einarssonar 1956 í Laugardalshöllinni 20. nóvember.  Mótið, sem er fyrir 16 ára og yngri, var mjög fjölmennt og voru keppendur rúmlega 500 talsins, þar af voru 15 frá UMSS.  Skagfirðingarnir stóðu sig allir mjög vel og vann hópurinn til 16 verðlauna, 2 gull, 8 silfur og 6 brons og setti 4 héraðsmet.  Mikla athygli vakti þrefaldur sigur skagfirsku stelpnanna í hástökki 14 ára.

En fleiri unnu til verðlauna.

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12) sigraði í 800m hlaupi, varð í 2. sæti í 60m, 60m grindahlaupi og þrístökki og 3. sæti í hástökki.  Árangur Fríðu í þrístökkinu, 9,81m, er nýtt skagfirskt héraðsmet í flokki 13-14 ára, þó hún sé aðeins 12 ára.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14) sigraði í hástökki, stökk 1,60m, sem er nýtt héraðsmet í flokki 13-14 ára.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (15-16) varð í 2. sæti í 60m hlaupi, 7,56sek, og í 200m hlaupi, 23,88sek, ný héraðsmet 15-16 ára í báðum hlaupum.

Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (14) varð í 2. sæti í 200m hlaupi og 3. sæti í 60m og hástökki.

Guðrún Ósk Gestsdóttir (15-16) varð í 2.sæti í 60m grindahlaupi.

Rósanna Valdimarsdóttir (14) varð í 2. sæti í hástökki.

Ísak Óli Traustason varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi, hástökki og þrístökki.

Fleiri fréttir