Golfklúbburinn Ós býður upp á námskeið

Golfklúbburinn Ós stendur fyrir námskeiðum í golfi á morgun, föstudag, og á laugardaginn þar sem hinn þekkti golfkennari, John Garner, mun leiðbeina. Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum og einnig verður boðið upp á sérstakt kvennanámskeið.
 

Garner er fyrrum atvinnumaður í golfi. Hann hefur verið landsliðsþjálfari í gegnum tíðina og var til að mynda fyrsti landsliðsþjálfari Írlands árið 1983 þar sem hann þjálfaði Darren Clarke PGA atvinnukylfing sem vann Opna breska árið 2011. Garner þjálfaði íslenska landsliðið í golfi frá árunum 1989-1996.

Námskeiðin verða sem hér segir:

Klukkan 17:00 á föstudag verður kvennatími í boði golfklúbbsins þar sem konum á öllum aldri gefst kjörið tækifæri að prófa golfíþróttina. Á laugardaginn klukkan 10:00 verður kennsla fyrir krakka  á aldrinum 6-10 ára og klukkan 11:30 fyrir 10-15 ára, einnig í boði golfklúbbsins. 
Einkatímar og hóptímar verða frá klukkan 15:00 á föstudag.
 
 
Dagana 29.-31. júlí stendur klúbburinn svo fyrir golfleikjanámskeiði fyrir 6-10 ára krakka.
 
Skráning er á jgjon@mi.is eða í síma 864 4846, í síðasta lagi í dag, fimmtudag kl. 22.00.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir