Greiningin orkar tvímælis
Í nýlegri frétt á vef Byggðastofnunar er vitnað í skýrslu sem stofnunin ásamt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birtu á síðasta ári um breytingar á fjöld ríkisstarfsmanna í kjölfar efnahagshrunsins.
Þar eru greining Hafnafjarðarbæjar á staðsetningu ríkisstarfa harðlega gagnrýnd og bent á að upplýsingar á staðsetningu ríkisstarfa séu af skornum skammti.
Borinn er saman fjöldi staðsetjanlegra ársverka ríkisins eftir landshlutum árið 2011 við íbúafjölda 16-74 ára í hverjum landshluta. Einnig eru sýndar breytingar á fjölda ríkisstarfsmanna 2007-2011. Athygli vekur að ársstörf ríkisins á Norðurlandi vestra eru 42 fleiri en mannfjöldi segði til um, þrátt fyrir að þeim hafi fækkað mest á áðurnefndu tímabili.
Ef svo langt væri gengið að jafna dreifinguna til fulls myndi ríkisstörfum fækka um 10–11% á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi vestra en slíkum störfum myndi fjölga um 21–45% í öðrum landshlutum.
Rétt er að geta þess að upplýsingar um fjölda ríkisstarfsmanna eftir landshlutum eru af skornum skammti, skv. vef Byggðastofnunar. Upplýsingar Fjármálaráðuneytisins um fjölda starfsmanna ríkisins eru ekki greindar eftir staðsetningu starfsstöðva eða lögheimili starfsmanna. Hvorki ríkisstofnanir né opinber hlutafélög í eigu ríkisins birta slíkar upplýsingar með samræmdum hætti og erfitt er að kalla eftir slíkum upplýsingum frá þeim.