Grímutölt í SAH mótaröðinni

Hestamannaféalgið Neisti stendur fyrir töltmóti í Reiðhöllinni Arnargerði föstudagskvöldið 8. mars klukkan 19:30. Mótið er annað mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum sem munu bjóða upp á pizzur að keppni lokinni. 

Þar verður keppt í tölti T3 – Grímutölt,  og veitt verðlaun fyrir glæsilegasta búninginn. Keppt verður í pollaflokki (teymingarflokki), 13 ára og yngri, 14 til 17 ára, áhugamannaflokki og opnum flokki. Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Í tölti er riðinn einn hringur á hægu tölti, þá er snúið við, einn hringur tölt með hraðamun og að lokum einn hringur fegurðartölt. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu.

Skráningargjald er ekkert fyrir pollaflokk, 1.500 kr. fyrir yngri flokka og 2.000 kr. fyrir fullorðinsflokka.
Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. Skráningar berist á netfangið: beri@mail.holar.is eða í síma 8472045 (Bergrún) fyrir kl. 23:00 fimmtudaginn 7. mars þar sem fram komi nafn á hrossi, aldur og litur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir