Guðný Guðmars í FIA Women in Motorsport Commission
Ein af þeim leiðum sem Akstursíþróttasamband Íslands hefur til að efla samstarf um akstursíþróttir við önnur lönd er virk aðild Íslands að alþjóðasamtökum akstursfélaga, Federation Internationale de L'Automobile (FIA) ásamt norður Evrópusvæði alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA North European Zone). Tveir Íslendingar, Guðný Guðmarsdóttir og Jón Bjarni Jónsson kjörin í þær nefndir sem þau voru tilnefnd í.
Guðný hefur verið virk í akstursíþróttum á Íslandi frá 2009 og m.a. setið í stjórn Bílaklúbbs Skagafjarðar er hún bjó á Sauðárkróki. Þá hefur hún mikla reynslu sem tímavörður og undanfari auk þess að hafa starfað sem keppnisstjóri í rallý. Einnig hefur hún keppt sem aðstoðarökumaður í rallý.
Á akis.is segir að Guðný hafi sannkallaða ástríðu fyrir akstursíþróttum og markmið hennar sé að deila ástríðunni og auka almennan áhuga á íþróttinni.
Frá árinu 2011 hefur Guðný ljósmyndað akstursíþróttir og skrifað greinar. Birst hafa fjölmargar myndir og greinar eftir hana í helstu fjölmiðlum landsins bæði um rally og torfæru og hefur Feykir m.a. fengið að njóta þeirra skrifa.
Á síðasta ári var á vegum AKÍS stofnað til átaksins “Konur í akstursíþróttum” og hefur Guðný verið leiðandi í því starfi hérlendis. Þau Guðný og Jón Bjarni eru fyrstu Íslendingar sem sitja sem aðalmenn í nefndum FIA.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.