Guitar Islancio heimsækir Húnavallaskóla.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
10.10.2008
kl. 10.40
Á heimasíðu Húnavallaskóla segir að á þriðjudag hafi nemendur fengið frábæra gesti en þar voru á ferð meðlimir tríóisins Guitar Islancio.
Þar fóru engir aðrir en hinir landskunnu tónlistarmenn Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðarson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari. Þeir félagar fluttu okkur íslensk þjóðlög sem þeir hafa sjálfir endurútsett á skemmtilegan hátt og í sumum lögunum sungu nemendur með. Þrír nemendur í tíunda bekk léku með þeim þjóðlagið Krummi svaf í klettagjá. Þetta voru þau Brynjar Halldórsson sem lék á trommur, Harpa Birgisdóttir á þverflautu og Sigurdís Sandra Tryggvadóttir á píanó, aðrir nemendur skólans sungu með. Heppnaðist þetta samspil mjög vel þannig að úr varð hin besta skemmtun sem og segja má um tónleikana í heild. Kunnum við þeim Birni, Gunnari og Jóni okkar bestu þakkir fyrir heimsóknina sem og verkefninu Tónlist fyrir alla – skólatónleikar á Íslandi fyrir að bjóða á hverju skólaári, bæði vor og haust, upp á frábærara tónleika sem þessa.
Heimasíðu skólans má finna hér