Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga. Búast má við vexti í ám og lækjum og geta vatnsföll farið staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur á grjóthruni og skriðuföllum. Þeim sem hyggja á útivist er bent á hættu á kælingu og vosbúð vegna rigningar, strekkings norðanáttar og lágs lofthita.
Viðvörunin gildir frá því fjögur í nótt og fram til níu í kvöld.

/IÖF


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir