Gullregn á Hofsósi frumsýnt í gær

Leikfélag Hofsóss frumsýndi Gullregn eftir Ragnar Bragason í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson. Leikritið Gullregn segir frá Indíönu Jónsdóttur sem býr í Fellahverfinu í Breiðholti. Hún lifir á bótum þó að hún gæti talist heilbrigð en hún er svokallaður kerfisfræðingur.
„Íbúðir blokkarinnar sem hún býr í eru að fyllast af fólki af erlendum uppruna. Þetta fólk fyrirlítur Indíana. Í litlum garði við íbúðina hefur hún ræktað gullregn sem hún er afar stolt af. Þegar við fáum að líta inn í líf Indíönu hefur fulltrúi frá umhverfisráðuneytinu bankað upp á hjá henni til að tilkynna að öll erlend tré á Íslandi skuli fjarlægð. Það er henni gríðarlegt áfall,“ segir leikstjórinn, en ekki batnar það þegar sonur hennar kemur heim með kærustu af erlendu bergi brotna. „Verkið sem kalla mætti kómískan harmleik hverfist kannski fyrst og fremst um fordóma og rasisma í íslensku samfélagi en einnig um fólk sem lifir á kerfinu og þiggur bætur án þess þó að eiga innistæðu fyrir því,“ sagði Ólafur Jens, leikstjóri, í viðtali í Fermingarblaði Feykis.
Hlutverkin í leikritinu eru átta talsins og eru í höndum sjö leikara.
Næstu sýningar verða:
2. sýning föstudag 5. apríl kl. 20:30
3. sýning sunnudag 7. apríl kl. 20:30
4. sýning mánudag 8. apríl kl. 20:30
5. sýning miðvikudag 10. apríl kl. 19:00
6. sýning þriðjudag 16. apríl kl. 20:30
7. sýning miðvikudag 17. apríl kl. 20:30
8. sýning fimmtudag 18. apríl kl. 22:00
Lokasýning laugardag 20. apríl kl. 20:30
ENGAR AUKASÝNINGAR!
Miðaverð: Fullorðnir 3.500 kr.
Ellilífeyrisþegar 3.000 kr.
Börn 6-14 ára 2.500 kr.
Miðapantanir í s. 856-5844
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.