Gunnar Bragi hjólar í Álfheiði
-
Vísir greinir
frá því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að allsherjarnefnd fjalli um mál Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra. Í umræðum á Alþingi á mánudag sagðist Álfheiður ekki sjá ástæðu til að biðjast afsökunar á þátttöku sinni í mótmælunum síðasta vetur eða ummælum sem hún lét falla um framgöngu lögreglu í þeim.
Í umræðunum bendi Gunnar Bragi þeirri fyrirspurn til Álfheiðar hvort hún væri enn sömu skoðunar og þegar hún sagði í fjölmiðlum að handtaka ungs manns sem leiddi til uppþots við lögreglustöðina á Hverfisgötu hefði verið hefndaraðgerð.
Gunnar Bragi tók málið upp að nýju á Alþingi í dag þegar hann spurði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, formann allsherjarnefndar, hvort hún teldi ekki eðlilegt að málið yrði tekið upp í nefndinni. Mikilvægt væri að þar kæmi fram skýr stuðningur við lögreglumenn í landinu. Steinunni gafst ekki færri á að svara fyrirspurn þingflokksformannsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þessu tilefni grafalvarlegt að ráðherrar teldu sjálfsagt að tala með þeim hætti að lögregla væri að misnota vald sitt.