Gunnar og Ingibergur sigurvegarar

Bridgemót 12.12.2009 075Svæðamót Norðurlands- vestra í tvímenningi í Bridds var spilað í húsnæði Fjölbrautaskólans  á Sauðárkróki laugardaginn 12. desember 2009.  42 briddsspilarar frá öllu norðurlandi mættu til leiks og var keppnin hörð og spennandi.

Jón Sigurbjörnsson / Guðlaug Márusdóttir, Guðni Kristjánsson / Ólafur Þór Jóhannsson, Ingibergur Guðmundsson /  Gunnar Sveinsson  og Stefán Vilhjálmsson / Örlygur Örlygsson skiptust á að hafa forustu allt fram til síðasta spils. Að lokum stóðu þeir Ingibergur og Gunnar frá Skagaströnd, uppi sem sigurvegar, með 67 stig

Úrslit voru þessi:

1 Gunnar Sveinsson / Ingibergur Guðmundson 67

2 Guðni Kristjánsson / Ólafur Þór Jóhannsson 55

3 Jón Sigurbjörnsson / Guðlaug Márusdóttir 52

4-5 Stefán Vilhjálmsson / Örlygur Örlygsson 51

4-5  Björn Ólafsson / Þorsteinn Jóhansson 51

Fleiri fréttir