Hæfileikabúnt frá Húnaþingi vestra sigruðu í Fiðringi 2025
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
08.05.2025
kl. 14.38

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra sem bar sigur úr býtum í Fiðringi 2025. MYND AF SÍÐU GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA
Þeim er margt til lista lagt nemendunum í Grunnskóla Húnaþiings vestra og þessi vetur hlýtur að verða þeim mörgum minnistæður. Fyrir jól áttu nemendur eitt af þeim þremur lögum sem þóttu skara fram úr í Málæði, í síðustu viku tryggði lið skólans sér sæti í úrslitum í Skólahreysti og í gær sigraði atriði skólans í Fiðringi 2025, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, sem haldin var á Akureyri.